Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður nóvembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar er Hulda HreinDal.

22.11.2021
Listamaður nóvembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar er Hulda HreinDal.

Hulda HreinDal | "Spegill gler - Segðu mér"..."þekkir þú einhvern hér"? Sýningin stendur út nóvember á afgreiðslutíma bókasafnsins Garðatorgi 7 

Listamaður nóvembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar er Hulda HreinDal. Sýning Huldu ber yfirskriftina "Spegill gler - Segðu mér"... "þekkir þú einhvern hér"?



~

Við erum mis brothætt,

bindum okkur við von og trú

og speglum okkur í öðrum.

~

Þetta er í þriðja skiptið sem Hulda HreinDal sýnir verk sín á bókasafninu. Í sýningunni eru nokkrar seríur af "miniature" smáverkum en einnig stærri verk og eitthvað þar á milli. En allar eru gerðar með blandaðri tækni. Akrýl, gler, grjót og fleira. Svo er aldrei að vita nema eitthvað bætist við á meðan á sýningunni stendur. Sýningaropnun var fimmtudaginn 4. nóvember kl. 17:00.



Hulda HreinDal flutti til Skotlands 1974, 14 ára gömul. Hún fór á myndlistarbraut í Greenfaulds High School, Cumbernauld, þá hélt hún sína fyrstu einkasýninguna í bókasafni bæjarins tveimur árum síðar. Eftir útskrift hóf hún nám í Duncan of Jordanstone College of Art and Design í Dundee. Hulda lauk BA námi í Textile design árið 1981 og flutti sama ár aftur heim til Íslands. Ári síðar var hún með yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum og tók þátt í samsýningu í Listmunahúsinu Lækjargötu sem bar nafnið "Brúður Tröll og Trúður". Frá 2008 hefur hún verið með eigin vinnustofu, fyrst í Dvergshúsinu í Hafnarfirði en er núna í Lyngási í Garðabæ. Hulda hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur einnig verið með gjörninga, farið í vinnustofu ferðir og sótt fjölbreytt list námskeið.

Til baka
English
Hafðu samband