Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hnefatafl, nútímatafl og aðrir leikir laugardaginn 27.nóv. klukkan 13

24.11.2021
Hnefatafl, nútímatafl og aðrir leikir  laugardaginn 27.nóv. klukkan 13

Hvernig léku landnámsmenn sér og hverjir ætli hafi telft? Veltum vöngum, teflum og spilum með nýjum og gömlum skákmönnum - Við langeldinn / Við eldhúsborðið á bókasafninu Garðatorgi 7

Hnefatafl er viðfangsefni dagsins og er liður í verkefninu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði Íslands. Hnefataflið verður kynnt af Sindra Guðjónssyni frá Taflfélagi Garðabæjar en hnefatafl líkist skák og er herkænskuleikur þar sem markmiðið er að ráðast á konung. Leikurinn er spilaður á reitarborði og tvær andstæðar fylkingar reyna allt til að verja sinn konung. Hnefatafl verður á staðnum en einnig hefðbundið taflborð og önnur spil verða einnig dregin fram.

Um Við langeldinn/Við eldhúsborðið:
Í fjölbreyttum smiðjum í Bókasafni Garðbæjar og á Hönnunarsafni Íslands munu börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í samanburði við líf okkar í dag. Fornleifafræði, arkitektúr, bókmenntir, hönnun og handverk, sagnfræði og þjóðfræði eru viðfangsefni smiðjanna sem allar tengjast landnámsskálanum sem staðsettur er í Minjagarðinum að Hofsstöðum. Smiðjurnar eru ókeypis enda styrktar af Barnamenningarsjóði og menningar - og safnanefnd Garðabæjar. Minnum á persónulegar sóttvarnir og skráning persónuupplýsinga þegar mætt er á staðinn er nauðsynleg.

Til baka
English
Hafðu samband