Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálfsafgreiðsluvélar á Garðatorgi

19.01.2022
Sjálfsafgreiðsluvélar á Garðatorgi

Sjálfsafgreiðsluvélar á Garðatorgi - Æskilegt er að öll skil og útlán á gögnum fari þar fram

Það er æskilegt að gestir safnsins noti sjálfsafgreiðsluvélar eftir bestu getu. Öll skil og útlán á gögnum fara fram í sjálfsafgreiðsluvél. Allar leiðbeiningar hvernig á að nota vélarnar eru á staðnum. Núna er einnig hægt að taka frá öll gögn inn á leitir.is, líka nýjustu bækurnar. Þetta gildir líka um bækur sem eru í hillu. Til að geta notað þessa þjónustu þarf gilt bókasafnskort og leyninúmer sem notendur eiga að hafa valið sér þegar kort var stofnað. Að lokum er svo alltaf hægt að ná í okkur í síma 591-4550, senda okkur tölvupóst bokasafn@gardabaer.is eða skilaboð á facebooksíðu safnsins. Við vonum að gestir safnsins sýni þessu skilning

Til baka
English
Hafðu samband