Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður júnímánaðar er Anna Ólafsdóttir Björnsson - opnun fimmtudaginn 2.júní kl. 17

25.05.2022
Listamaður júnímánaðar er Anna Ólafsdóttir Björnsson - opnun fimmtudaginn 2.júní kl. 17

Verið velkomin á opnun vatnslitasýningar Önnu, ÓVISSA, milli kl. 17 og 19 fimmtudag 2/6/22 á bókasafninu í Garðabæ, Garðatorgi 7.

Þema sýningarinnar: Landslag á óvissum slóðum og óskilgreindum tíma. Fólk á óræðum aldri með óvissan bakgrunn. Allt sem er óvisst er efni þessarar sýningar. Óvissan er heillandi því þá er allt hægt, ekkert bundið og stefnan getur verið hver sem er. Framtíðin er óviss en það er fortíðin líka. Var hún raunverulega svona eða einhvern veginn allt öðru vísi? Það er meira að segja hægt að hafa efasemdir um nútíðina.
Til baka
English
Hafðu samband