Fimni á fimmtudögum frá 23.júní - 28.júlí
13.07.2022
Sex fimmtudaga í sumar verður boðið upp á sköpunarsmiðjur kl. 13:00 á Bókasafni Garðabæjar.Frá 23. júní - 28. júlí.
Thelma mun leiðbeina áhugasömum krökkum í ýmsum list - og sköpunarsmiðjum.
Smiðjurnar eru ókeypis og opnar öllum.
Fimnisdagar - fimni á fimmtudögum
23. júní
Gera verur, manneskjur eða annað slíkt úr tímaritaúrklippum. Klippa út mismunandi hluta úr tímaritum og líma saman til að skapa einstaka veru.
30. júní
Ljóðasmiðja. Nota mismunandi aðferðir til þess að gera skemmtileg og frumleg ljóð.
7. júlí
Persónusköpun. Farið yfir mikilvæg atriði til þess að skapa persónu fyrir handrit, smásögu, ljóð og fleira. Farið yfir áhugamál, aldur, umhverfi, fjölskyldumynstur og margt fleira.
14.júlí
Ritlistarsmiðja. Notum líflegar og skemmtilegar aðferðir til þess að skapa söguþráð. Söguþráðurinn má vera samhengislaus.
21. júlí
Greina bókmenntir. Hver og einn teiknar, krítar eða málar abstrakt verk eftir því hvaða táknrænu skilaboð söguþráðurinn gefur.
28. júlí