Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður júlímánaðar er Sigríður G. Jónsdóttir

19.07.2022
Listamaður júlímánaðar í Bókasafni Garðabæjar er Sigríður G. Jónsdóttir. Sigríður verður með móttöku  miðvikudaginn 20.júlí milli klukkan 16 og 18. Allir velkomnir. Sýningin er allan júlímánuð.


Sigríður fékk fyrst leiðsögn í myndlist á námskeiði hjá Sveinbirni Þór Einarssyni fyrir tuttugu árum og hefur vart lagt frá sér pensilinn síðan. Hún hefur stundað nám í Myndlistaskóla Kópavogs í olíu- og vatnslitamálun, setið námskeið hjá Pétri Gaut og verið virk í hópnum Litagleði sem hefur skipulagt fjöldamörg myndlistanámskeið. Myndlistin hefur verið aukabúgrein meðfram starfi hennar sem sjúkraliði. Sigríður sat í fyrstu stjórn Félags frístundamálara, er nú félagsmaður í Grósku og er með vinnustofu á Garðatorgi.

Sýningarröðin Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni Bókasafns Garðabæjar og Grósku félags myndlistarmanna í Garðabæ.
Til baka
English
Hafðu samband