Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarsmiðjur á föstudögum

25.07.2022
Sumarsmiðjur á föstudögum

Fjölbreyttar smiðjur í boði fyrir börn á Bókasafni Garðabæjar alla föstudaga í sumar milli kl. 10 og 12.

Fyrsta smiðjan verður 24. júní og svo endum við sumarsmiðjurnar þann 12. ágúst.
Við minnum á að safnið opnar kl. 9 og það er alltaf velkomið að koma snemma og hanga, lesa eða spjalla.
Lestrarhestur vikunnar í sumarlestrinum er síðan dreginn út kl. 12:00 alla föstudaga.
🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞
Dagskrá sumarsins:
🌞 24. júní: Pokar úr bolum.
Komdu með gamlan bol af þér eða foreldrum og endurnýttu hann í sniðugan poka.
🌞1. júlí: Perlustund.
Við eigum fullt af perlum og fyrirmyndum. Eigum notalega stund saman við perlun.
🌞 8. júlí: Þitt eigið fríríki.
Sköpum okkar eigið ríki, búum til skjaldamerki, fána og tilheyrandi fyrir ríkið okkar.
🌞 15. júlí: Sjávardýr í glugga og á pappír.
Skreytum gluggana í barnadeildinni með ýmsum sjávardýrum í takt við þema sumarlestursins. Einnig verður í boði að föndra fiska úr pappír.
🌞 22. júlí: Spilaklúbbur.
Spilum borðspil og hlustum á tónlist.
🌞 29. júlí: Harry Potter dagurinn.
Dagur galdrastráksins knáa verður haldinn hátíðlega eins og venjulega hjá okkur og við munum meðal annars föndra okkar eigin töfrasprota.
🌞 5. ágúst: Origami bókamerki.
Föndrum bókamerki í formi dýra og furðuvera.
🌞 12. ágúst: Leikir og dans úti á torgi.
Sumarstarfsmenn okkar bjóða í veislu úti á torgi. Gömlu leikirnir, snúsnú, krítar og teygjutvist, húllahringir og endalaust af skemmtilegri tónlist.

Smiðjurnar eru ókeypis og opnar öllum börnum.
Til baka
English
Hafðu samband