Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bál tímans og handritasmiðja 17.september kl.12

08.09.2022
Bál tímans og handritasmiðja 17.september kl.12Æsispennandi tímaflakk í fylgd gamallar skinnbókar og handritasmiðja fyrir alla áhugasama á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 17. september kl. 12:00 - 14:00.
Rithöfundurinn Arndís Þórarinsdóttir mætir til okkar og les upp úr bók sinni Bál tímans. Bál tímans kemur út þegar hálf öld er liðin síðan fyrstu miðaldahandritunum var skilað til Íslands eftir aldalanga dvöl í Danmörku. Arndís Þórarinsdóttir skrifar sögu Möðruvallabókar út frá öllum tiltækum heimildum en líka ríkulegu ímyndunarafli þannig að atburðirnir lifna við í textanum, sem og í fjörugum myndum Sigmundar B. Þorgeirssonar.

Beint á eftir sögustundinni verður handritasmiðja þar sem fulltrúar frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum munu leiða gesti bókasafnsins inn í heim horfinnar verkmenningar og fá innsýn í handverk við bókagerð á miðöldum.
Þátttakendum býðst að spreyta sig á að skrifa á bókfell með fjaðurpenna og bleki eins og tíðkaðist við ritun fornu skinnhandritanna.
Hægt verður að skoða verkfærin sem notuð voru við bókagerðina og fá fræðslu um það hvernig skinnin voru verkuð og bækur búnar til.

__________________________

Viðburðurinn er hluti af verkefninu Við langeldinn/ við eldhúsborðið sem er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Í fjölbreyttum smiðjum í Bókasafni Garðbæjar og á Hönnunarsafni Íslands munu börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í samanburði við líf okkar í dag.
Smiðjurnar eru ókeypis og opnar öllum.
__________________________
Storytime and manuscript workshop for kids from age 8 - 15 years old.
Saturday 17th of september at 12:00 pm at the library of Garðabær.
The event is free and open for all.
Til baka
English
Hafðu samband