Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttabréf Bókasafns Garðabæjar

08.09.2022
Fréttabréf Bókasafns Garðabæjar Hefur þú áhuga á að fá fréttir af viðburðum og öðrum spennandi uppákomum á söfnum Bókasafns Garðabæjar?


Fjölbreyttir viðburðir fyrir allan aldur er í boði allt árið á Bókasafni Garðabæjar. Meðal viðburða eru mánaðarlegt foreldraspjall, ýmis fræðsluerindi, námskeið, viðburðir fyrir börn og fjölskyldur, smiðjur og föndur og svo fáum við oft ýmsa rithöfunda til okkar í heimsókn.
Fréttabréfið er ætlað til að upplýsa áhugasama um dagskrá safnsins en það verður sent út á tveggja vikna fresti, eða tvisvar í mánuði.


Hægt er að skrá sig á fréttabréfið í afgreiðslu safnsins eða hér á þessu skráningarformi: https://forms.gle/bQofNEHZ98gbChom8
Til baka
English
Hafðu samband