Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Urriðaholtssafn opnaði með fjölskyldustund laugardaginn 17.september

19.09.2022
Urriðaholtssafn opnaði með fjölskyldustund laugardaginn 17.septemberUrriðaholtssafn er bókasafn, menningar- og upplýsingamiðstöð og er staðsett við Vinastræti 1-3 í Urriðaholtsskóla. Safnið starfar í samstarfi við skólann og þjónar honum og almenningi.
Urriðaholtssafn er útibú Bókasafns Garðabæjar og eru því nú þrjú almenningsbókasöfn í Garðabæ. Auk Urriðaholtssafn er Álftanessafn staðsett við Eyvindarstaðaveg og aðalsafnið á Garðatorgi 7. Á Urriðaholtssafni gildir hið almenna bókasafnskort og hægt að skila gögnum hér sem hafa fengist að láni á öðrum almenningsbókasöfnum Garðabæjar.
Urriðaholtssafn er opið fyrir gesti og gangandi alla fimmtudag á milli klukkan 13 til 18. Einnig er opið fyrsta laugardag í mánuði á milli klukkan 11 og 15. Afgreiðslutíminn verður svo endurskoðaður á nýju ári.
Laugardaginn 17.september sl. var safnið opnað í fyrsta sinn fyrir gesti. Var þá boðið upp á perlusmiðju fyrir fjölskylduna og boðið upp á léttar veitingar. Margir lögðu leið sína á nýtt safn bæði til að taka þátt í perlusmiðju og ná sér í bækur.
Ef þú lumar á bók eða bókum sem þú vilt gefa framhalds líf tekur starfsfólk bókasafnsins á móti bókagjöfum í Urriðaholtssafni á afgreiðslutíma. Safnið sækist eftir nýjum eða nýlegum bókum, gefnar út árið 2017 og síðar.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Bókasafnið er þinn staður.
Til baka
English
Hafðu samband