Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikið um að vera á Garðatorgi laugardaginn 22.október

19.10.2022
Mikið um að vera á Garðatorgi laugardaginn 22.október

Litahátíð ungbarna kl. 11, manga klúbbur kl. 11.30, storytime with Queen Elsa kl. 13

Litahátíð á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi, fyrir allra minnstu bókasafnsgestina laugardaginn 22. október kl. 11:00.
(Athugið að safnið opnar kl. 11)
- Skynjunarleikur með marglituð hrísgrjón
- Ljósaborð og litir
- Vatnslitamálning
Hentar fyrir 1 - 4 ára.
Athugið að nauðsynlegt er að foreldrar fylgist með börnum sínum en einn starfsmaður mun sjá um smiðjuna.

Opinn Manga klúbbur með Íslenska myndasögusamfélaginu á Garðatorgi laugardaginn 22. október kl. 11:30.
Við verðum á 2. hæð safnsins.
Klúbbur fyrir ungmenni sem hafa áhuga á Manga myndasögum eða myndsköpun. Einnig verður opin umræða um Anime og aðrar tengdar greinar bókmennta og kvikmynda.
Hittumst, teiknum, lesum, spjöllum.

Á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi, laugardaginn 22. október kl. 13:00.
❄ Sögustund á ensku með Elsu drottningu úr Frozen ævintýrinu.
❄ Storytime with Queen Elsa from the magical land of Arendal in Disney's Frozen. The event will be in english.
At the library of Garðabær, Garðatorg 7, saturday the 22nd of October at 1pm.

 

Til baka
English
Hafðu samband