Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skiptimarkaður: Föt og garn

20.11.2022
Skiptimarkaður: Föt og garnFataskiptimarkaður á Garðatorgi dagana 21.-23.nóvember
Evrópsk nýtnivikan er dagana 19 - 27. nóvember 2022. Þemað í ár er hringrás textíls og því viljum við bjóða upp á fataskiptimarkað dagana 21. - 23. nóvember.

Sóun er ekki lengur í tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu að draga úr sóun textíls.

Komið með heilar og hreinar flíkur sem þið eruð hætt að nota og takið eitthvað annað spennandi í staðinn!
Einnig er hægt að koma með garn.
Ekki er nauðsynlegt að koma með flíkur til að nýta sér markaðinn.
Geymslufylli hjá einum gæti verið fjársjóður hjá öðrum.
Skiptimarkaðurinn er staðsettur í innra rými safnsins sem við köllum Svítuna.

Nánari leiðbeiningar:
1. mætið með hreinar, heilar flíkur og fylgihluti
2. Komið þessu fallega fyrir á skiptimarkaðinum
3. Takið það sem ykkur líst vel á
4. Restin fer til hjálparsamtaka
Til baka
English
Hafðu samband