Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólabókaspjall Bókasafns Garðabæjar 24.nóvember klukkan 20

21.11.2022
Jólabókaspjall Bókasafns Garðabæjar 24.nóvember klukkan 20

Hið árlega jólabókaspjall á Garðatorgi verður fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20:00.  Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Rithöfundar ársins eru þau Eva Björg Ægisdóttir, Jón Kalman Stefánsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Jónas Reynir Gunnarsson.
Umræður, léttar veitingar , huggulegheit og jólaljós.
Spennusagnahöfundurinn Eva Björg ræðir bók sína Strákar sem meiða þar sem lögreglukonan Elma glímir við sérlega erfitt mál sem teygir anga sína víða um samfélagið og tugi ára aftur í tímann.
Jón Kalman mætir með skáldsöguna Guli kafbáturinn sem fjallar um listina, dauðann og þó miklu frekar um lífið, ímyndunaraflið og - skemmtilegt nokk, Bítlana.
Forspárskáldið Sigríður Hagalín kynnir bók sína Hamingja þessa heims (liggur einhver spádómur þar fyrir?) En þar hverfur Sigríður aftur til fimmtándu aldarinnar. Aldarinnar sem týndist í Íslandssögunni.

Jónas Reynir mætir með nýjustu bók sína Kákasusgerillinn en þar er Jónas með persónum sínum Báru og Eiríki að kanna hugvíkkandi efni og þá sér í lagi þá tilhneigingu mannsins til að vilja breyta stöðugt líðan sinni.

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, bókmennta - og menningarfræðingur stýrir umræðum.
Takið kvöldið frá.
Til baka
English
Hafðu samband