Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Erindi: Farsótt, hundrað ár í Þingholtsstræti 25 - Kristín Svava Tómasdóttir

13.02.2023
Erindi: Farsótt, hundrað ár í Þingholtsstræti 25 - Kristín Svava Tómasdóttir

Kristín Svava mætir til okkar á Bókasafn Garðabæjar fimmtudaginn 16. febrúar kl. 18 og kynnir bók sína Farsótt: Hundrað ár í Þingholtstræti 25 sem kom út nýlega og fjallar um farsóttarhúsið. Bókin hefur fengið mikið lof og fjölda tilnefninga.

 

Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 er saga um heilbrigði og sjúkdóma, sem sumir þóttu ógnvænlegri eða skammarlegri en aðrir. Þetta er saga af lækningum og tilraunum til að vernda samfélagið gegn smiti og sóttum. Þetta er saga borgar og saga velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki: Sjúklingum og hjúkrunarkonum, læknum og ljósmæðrum, hómópötum, þurfamönnum, vinnukonum, verkamönnum, útigangsmönnum, sjómönnum, lögreglumönnum, miðlum og skáldum. Aðalpersóna bókarinnar er þó gamla timburhúsið sem enn gengur undir sínu dulúðuga nafni: Farsótt.

Kristín Svava Tómasdóttir er sagnfræðingur og ljóðskáld.

Til baka
English
Hafðu samband