Ritsmiðja fyrir skúffuskáld 17. og 24. maí klukkan 17-19
Ásdís og Sæunn hjá Klíó skrifum og ritstjórn bjóða upp á ritsmiðjur fyrir byrjendur sem lengra komna í skrifum í samstarfi við Bókasafn Garðabæjar. Þær eru búsettar í Kópavogi og kynntust í Háskóla Íslands þegar þær voru að læra ritlist, ritstjórn og bókmenntafræði. Frá því í byrjun ársins 2022 hafa þær haldið námskeið til að hvetja og leiðbeina einstaklingum við ritun styttri og lengri texta og að taka gagnrýni á skrif sín.
Námskeiðið er ólíkt öðrum námskeiðum fyrir skúffuskáld að ýmsu leyti og sem dæmi má nefna fá þátttakendur kynningu á ritstjórnarferlinu, þeim er boðið að skila inn texta og fá ritstjórn og endurgjöf auk þess sem æfingar eru gerðar þar sem meðal annars er notast við hugleiðslu í hugmyndavinnu.
Ritsmiðjan er tvö skipti, tvær klukkustundir í senn og kostar 10.000 kr. Ef þú kemst bara annan daginn er það í lagi og þá þarf bara að greiða 5.000 kr. Skráning fer fram á netfanginu skraning.klio@gmail.com og í gegnum Noona-appið. Bókasafn Garðabæjar tekur við greiðslum og greiða þarf í síðasta lagi daginn áður en námskeiðið hefst.
Umsagnir þátttakenda:
„Mér þótt mjög áhugavert að sjá ritstjórnar hliðina á bókaútgáfu. Ég væri til í framhald. Takk fyrir mig!“
„Hæfilega langt námskeið, bæði skipti og lengd hvers tíma, stiklað á mörgu áhugaverðu. Fínar æfingar. Allt gert til að vekja löngun í annað námskeið. Lystauki!“
„Ritsmiðjan hentar vel sem kveikja fyrir verk sem liggja í skúffum eða kolli þátttakenda. Kveikjan færir þau í dagsljósið fyrir hlustendur og vonandi í bók.“
Leiðbeinendur:
Ásdís Káradóttir, MA í ritlist, BA í bókmenntafræði, hjúkrunarfræðingur – asdiskar@gmail.com
Sæunn Þórisdóttir, MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu, BA í bókmenntafræði, aukagrein; ritlist, útstillingahönnuður – saeunnunu@gmail.com