Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlesturinn - skráning í fullum gangi

28.05.2023
Sumarlesturinn - skráning í fullum gangiSkráning í sumarlesturinn stendur yfir í allt sumar og eru foreldrar hvattir til að taka þátt í þessum skemmtilega leik með börnunum og koma á bókasafnið til þess að velja sér lesefni. Í sumarlestrinum setja börnin sér lestrarmarkmið, skrá lesturinn í lestrardagbók og fá límmiða fyrir hverja lesna bók. Þau geta síðan fyllt út umsagnarmiða, skilað honum í lukkukassann og úr honum er dreginn lestrarhestur vikunnar hvern föstudag kl. 12 frá 9. júní til 11. ágúst og fær hann bók í verðlaun. Þema sumarlestursins í ár er himingeimurinn og eru börnin hvött til að koma á bókasafnið til þess að næla sér í lesefni og geysast um í bókageimnum í allt sumar! Lokahátíðin er svo haldin 19. ágúst og fá þá allir virkir þátttakendur glaðning.
Til baka
English
Hafðu samband