Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ugla sat á kvisti - listasýning - móttaka 20.júní kl. 17

20.06.2023
Ugla sat á kvisti - listasýning - móttaka 20.júní kl. 17Louise le Roux er listamaður mánaðarins á Bókasafni Garðabæjar. Sýningin er opin allan júní á meðan bókasafnið er opið. Hún verður með móttöku á bókasafninu þriðjudaginn 20. júní kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Á sýningunni verða til sýnis uglur. Myndirnar eru unnar í blandaðri tækni á vatnslitapappír. Í myndirnar eru notaðir meðal annars vatnslitir, akrýl, litblýantar, blekpennar og gouache. Sýningin er í myndskreytingarstíl og samanstendur af 10 uglum, hver með sinn karakter. Gestir eru hvattir til að finna uglu sem höfðar til þeirra eigin persónuleika.
Louise le Roux er félagsmaður Grósku, samtökum myndlistarmanna í Garðabæ. Hún er listamaður, jógakennari og líffræðingur. Louise hefur lokið ýmsum námskeiðum í myndlist við Myndlistaskóla Kópavogs, Tækniskólanum og ýmis netnámskeið. Hún er einnig með Masterspróf í líffræði frá Háskóla Íslands. Louise hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og hefur haldið sína fyrstu einkasýningu árið 2017.
Verð á hverri mynd er 22,000 kr. Áhugasamir hafið samband í síma 661-8921 eða á netfang louiselr7@gmail.com.
Til baka
English
Hafðu samband