Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norrænn leshringur með Jórunni Sigurðardóttur

19.12.2023
Norrænn leshringur með Jórunni Sigurðardóttur

Bókasafn Garðabæjar stendur fyrir norrænum leshring í samstarfi við Norræna félagið í Garðabæ. Leshringurinn verður mánaðarlega frá janúar til maí, þriðja fimmtudag í mánuði kl. 19. Útvarpskonan Jórunn Sigurðardóttir mun leiða leshringinn og lesnar verða norrænar bókmenntir sem komið hafa út í íslenskri þýðingu.
Takamarkað pláss er og því er skráning nauðsynleg. Skráning fer fram á þessu eyðublaði: https://forms.office.com/e/XVWjm1vEzX eða í síma 5914550.

Dagskrá:
18. janúar kl. 19 - Smáatriðin eftir Iu Genberg
15. febrúar kl. 19
21. mars kl. 19
18. apríl kl. 19
16. maí kl. 19

Til baka
English
Hafðu samband