Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Urriðaholtssafn verður skólabókasafn Urriðaholtsskóla frá og með janúar 2024

02.01.2024
Urriðaholtssafn verður skólabókasafn Urriðaholtsskóla frá og með janúar 2024.
Skólabókasafnið verður aðeins fyrir nemendur skólans en við bjóðum ykkur öll velkomin á Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi 7.

Skólabókasafnið og Bókasafn Garðabæjar mun bjóða upp á fjölskylduviðburði fyrsta laugardag í mánuði kl. 12-14 og þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16-18.

Samhliða því mun Bókasafn Garðabæjar bjóða upp á pöntunarþjónustu sem afhent verður í Urriðaholtsskóla á þessum viðburðum og skilakassi verður settur upp í skólanum á næstu vikum. Það er hægt að hringja í síma 5914550 eða senda tölvupóst á bokasafn@gardabaer.is og biðja um að fá bók senda á þessum dögum. Hægt er að sjá hvað er til á Bókasafni Garðabæjar á leitir.is . Athugið að til að geta fengið bók að láni þarf að eiga gilt bókasafnsskírteini.
Til baka
English
Hafðu samband