Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Traustur vinur teiknismiðja fyrir börn með Álfheiði Ólafsdóttur

16.05.2024
Traustur vinur teiknismiðja fyrir börn með Álfheiði ÓlafsdótturÁlfheiður Ólafsdóttir, listamaður maí mánaðar á Bókasafni Garðabæjar, býður uppá teiknismiðju fyrir börn á aldrinum 6-12 ára þar sem íslenski hundurinn er í aðalhlutverki.
Álfheiður er mikill dýravinur og telur að heimurinn væri betri ef við myndum vanda okkur, vera hrein í samskiptum, teygja okkur makindalega eins og kötturinn, kúra á steinum og sleikja sólina eins og selurinn og treysta skilyrðislaust eins og hundurinn.
Teiknismiðjan er frá kl. 13-14:30 og eftir smiðjuna munu börnin hafa tækifæri til þess að hengja upp sín verk á listamannaganginum hjá verkum Álfheiðar. Boðið verður uppá veitingar eftir smiðjuna þar sem hægt verður að njóta og skoða öll verkin saman með bros á vör.
Til baka
English
Hafðu samband