Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Álfheiður Ólafsdóttir - listamaður mánaðarins - sýningin Traustur vinur

25.05.2024
Álfheiður Ólafsdóttir - listamaður mánaðarins - sýningin Traustur vinurÁlfheiður sýnir olíumálverk af íslenska hundinum. Hún er mikill dýravinur og fangar persónuleika íslenska hundsins með litbrigðum og pensilstrokum. Að sjá inn í sál dýra og tengjast þeim tilfinningalega er svo tært og hreint. Dýrin elska án skilyrða og gefa alla sína ást til eigenda sinna. Heimurinn væri betri og einfaldari ef við myndum vanda okkur og vera hrein í samskiptum, teygja okkur makindalega eins og kötturinn, kúra á steinum og sleikja sólina eins og selurinn og treysta skilyrðislaust eins og hundurinn. Svona er hægt að halda áfram en við getum mikið lært af dýrunum.

Auk þess verða málverk af kettinum Fiðlu þar sem hún krafðist þess að vera með á sýningunni.
Álfheiður er menntaður grafískur hönnuður frá MHÍ. Hún á að baki fjölda einkasýninga og samsýninga innanlands sem erlendis. Er í stjórn Grósku félags myndlistamanna í Garðabæ og Myndlistafélagi Árnesinga.
Fleiri málverk eftir Álfheiði má finna á Instagram: alfheidurart
Áhugasamir um kaup á verkum er bent á að hafa samband í gegnum tölvupóst: articeland@gmail.com
Til baka
English
Hafðu samband