Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skapandi skrif- og teiknismiðja með Bergrúnu Írisi á Bókasafninu Garðatorgi

03.06.2024
Skapandi skrif- og teiknismiðja með Bergrúnu Írisi á Bókasafninu Garðatorgi Bergrún Íris, rit- og myndhöfundur, mun halda spennandi og frumlega skrif- og teiknismiðju á Bókasafni Garðabæjar vikuna 10.-14. júní og mun námskeiðið vera frá kl. 9-12 alla daganna. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 9-12 ára.
Í smiðjunni kennir Bergrún börnunum grunntækni skapandi skrifa auk þess sem hún mun fara yfir mikilvægi myndlýsinga og verður unnið mikið með teikningar í smiðjunni. Þannig mun námskeiðið höfða jafnt til þeirra sem kjósa að segja sögur í orðum og/eða myndum.
Starfsfólk bókasafnsins tekur vel á móti börnunum kl. 9 og bjóða uppá föndur, spil og aðra afþreyingu þangað til að Bergrún byrjar smiðjuna á slaginu 10.
Þátttökugjald er 7.000.- á hvert barn og er takmarkaður þátttökufjöldi þannig að það er um að gera að tryggja sér pláss sem fyrst.
Skráning: https://forms.office.com/e/pwnKjKX4e6?origin=lprLink
Til baka
English
Hafðu samband