Aðventuhátíð Garðabæjar - dagskrá bókasafnsins

Kl. 15:00-15:30 Langleggur og Skjóða, systkini jólasveinana, skemmta börnum á öllum aldri með fjörugri jólasögu sem gerist í Grýluhelli. Eftir jólasöguna syngja þau og dansa nokkur vel valin jólalög með börnunum.
Kl. 13:00-15:00 Jólaföndur á Bókasafni Garðabæjar - Búðu til þitt einstaka jólatré! Í þessari aðventulistasmiðju mun Linn Janssen, sem er myndhöfundur bókarinnar “Einstakt jólatré” eftir Benný Sif Ísleifsdóttur, sýna börnum hvernig hægt er að búa til skemmtileg jólakort með klippimyndatækni. Börnin fá að teikna jólatré og klippa úr gömlum blöðum og bókum til að skreyta kortin sín.
Gestir hvattir til að njóta viðburða um allt Garðatorg.
Dagskrá Aðventuhátíðar:
*Pop-up markaður á göngugötunni
kl. 11-16
Spennandi vörur sem gætu verið tilvaldar í jólapakkana!
*Lifandi tónlist á göngugötunni
Kl. 13:00 – 15:00
Barnakór Sjálandsskóla syngur jólalög. Jazztríó ásamt söngvurum flytja jólatónlist í notalegu umhverfi.´
*Ó!róasmiðja í Hönnunarsafninu
Kl. 13-15
Hönnunarteymið Þykjó leiðir smiðju, ilmandi kanilstangir og könglar mynda fallegt jólaskraut.
*Jólaföndur á Bókasafni Garðabæjar
Kl. 13-15
Búum til fallegt jólaskraut saman á safninu.
*Jólaball á Garðatorgi 7
Kl. 14:20 – 15:00
Barnakór Vídalínskirkju syngur og jólasveinar leiða söng og dans í kringum jólatréð.
*Blásarasveitin við jólatréð
kl. 15:30
Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur jólasyrpu sem kemur öllum í jólaskap!
Gleðilega aðventu, fögnum saman á Garðatorgi.
Allir viðburðir eru ókeypis.