Bókasafn Garðabæjar - Næðisklefi

Næðisklefi bætist við fjölbreytileika bókasafnsins
Nú hefur Bókasafni Garðabæjar áskotnast næðisklefi. Var Næðisklefinn vígður miðvikudaginn 19.febrúar þar sem Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi Garðabæjar og Margrét Berndsen Sigurgeirsdóttir forstöðumaður Bókasafns Garðabæjar sátu fyrsta fundinn í rýminu.
Næðisklefinn er eingöngu leigður út á afgreiðslutíma safnsins og nauðsynlegt er að skrá sig í afgreiðslunni eða á netfangið: bokasafn@gardabaer.is. Næðisklefann er einungis hægt að bóka viku fram í tímann.
Hægt er að leigja Næðisklefann endurgjaldslaust í allt að tvær klukkustundir.
Leigutaki skilar Næðisklefa af sér eins og hann tekur við honum
Yfirhafnir og útiskór eru ekki leyfðir inni í klefanum.
Ekki er leyfilegt að neyta matar né drykkjar inni í Næðisklefanum!
---English---
Welcome to the Libraries Silent Room.
The Silent room is only available during opening hours, and it is necessary to register at the service desk or write to: bokasafn@gardabaer.is. It is only possible to book one week in advance.
The Silent room can only be booked for 2 hours at a time.
Guests have to leave the Silent room as clean as possible.
Coats and shoes are not allowed inside.
Food and drink (also water) not allowed inside!