Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldramorgunn - ungbarnanudd, kennsla fyrir foreldra

24.02.2025
Foreldramorgunn - ungbarnanudd, kennsla fyrir foreldra

Fimmtudaginn 27.febrúar klukkan 10:30 mun Hafdís Ósk Jónsdóttir IAIM leiðbeinandi í ungbarnanuddi kenna gestum

Á þessum foreldramorgni mun Hafdís Ósk Jónsdóttir IAIM leiðbeinandi í ungbarnanuddi, heilsunuddari og jógakennari bjóða uppá sýnikennslu og fræðslu um ungbarnanudd.
Margskonar ávinningur er af því að læra að nudda barn sitt og má þar helst nefna aukin tengslamyndun, vellíðan barnsins og sjálfstraust foreldra. Einnig getur það minnkað grátur og tilfinningalegt uppnám, eykur líkamsvitund og dregur úr loftmyndun, magakrampa og hægðatregðu svo eitthvað sé nefnt.
Hafdís hefur yfir 20 ára reynslu af heilsunuddi og kennir m.a. foreldrum að nudda börn sín með sérstökum nudddúkkum sem aðstoða foreldra við nuddformið.
Til baka
English
Hafðu samband