Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Langir fimmtudagar í mars - Kvennasögusafnið á kvennaárinu 2025

03.03.2025
Langir fimmtudagar í mars - Kvennasögusafnið á kvennaárinu 2025Erindi klukkan 19 á Garðatorgi - öll velkomin

6.mars kl. 19.00

KVENNASÖGUSAFNIÐ
á kvennaárinu 2025
Kvennasögusafn Íslands heldur upp á 50 ára afmæli sitt nú í ár. Á sama tíma hafa tugir félaga femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks boðað til Kvennaárs. Í erindinu verður fjallað um hvað var í farvatninu árið 1975 og hvernig er verið að vinna með það nú 50 árum síðar.

Þessi viðburður er hluti af Löngum fimmtudögum í mars, en boðið verður uppá fjölbreytta og fræðandi dagskrá alla fimmtudaga í mars. Frítt inn og léttar veitingar.

13.mars kl. 19.00
MATJURTARÆKTUN – úti í garði, inná baði, í stofuglugga
Petra Stefánsdóttir garðyrkjufræðingur og blómaskreytir hjá Garðheimum og einn af meðlimum Seljagarðs fræðir gesti um matjurtaræktun á öllum vígstöðum, hvort sem það er í garðinum heima, blómabeðinu, í pottum og kerjum á svölum, við anddyrið eða í samfélagsgörðum.
Petra fræðir okkur um allt sem er nauðsynlegt að vita, hvort sem það er undirbúningur jarðvegs, næring, varnir, sáning, útplöntun eða umhirða til uppskeru.

20.mars kl. 19.00
HÆGLÆTI - Svar við hraða og streitu
Áhugi fyrir hæglátara lífi, eða „Slow living“, hefur vaxið víða um heim síðustu árin. Í heimi sem lengi hefur hampað hraða, fylgir því gjarnan langþráður léttir og ávinningur að velja að njóta hæglætis betur.
Dögg Árnadóttir, lýðheilsufræðingur og stjórnarkona Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi mun í þessu erindi fjalla nánar um þetta, ásamt því að leiða umræður áhugasamra um hugmyndir og leiðir að hæglátara lífi.

27.mars kl. 19:00
GRÆNLAND – frá fyrstu kynnum til nútímans
Sumarliði R Ísleifsson, sagnfræðingur og dósent hjá Háskóla Íslands ræðir um fyrstu kynni Íslendinga við Grænlendinga og stofnun byggðarinnar í Scoresbysundi, nú Ittoqqortoormiit. Byggðin var nátengd deilum um yfirráð á landinu. Sumarliði fjallar um tengslin á milli Íslands og Grænlands og rammar inn erindið með því að taka saman helstu atriði varðandi stöðu landsins, erlenda ásælni þangað og tengja þau við samtímann.
Til baka
English
Hafðu samband