Langir fimmtudagar í mars - Hæglæti með erindi
17.03.2025
.jpg?proc=ContentImage)
20. mars. Erindi klukkan 19 á Garðatorgi - öll velkomin
HÆGLÆTISvar við hraða og streitu. Meðvitað val um hvernig maður ver tímanum.
Áhugi fyrir hæglátara lífi, eða Slow living, hefur vaxið víða um heim síðustu árin. Í heimi sem lengi hefur hampað hraða, fylgir því gjarnan langþráður léttir og ávinningur að velja að njóta hæglætis betur.
Dögg Árnadóttir, lýðheilsufræðingur og stjórnarkona Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi mun í þessu erindi fjalla nánar um þetta, ásamt því að leiða umræður áhugasamra um hugmyndir og leiðir að hæglátara lífi.
Þessi viðburður er hluti af Löngum fimmtudögum í mars, en boðið verður uppá fjölbreytta og fræðandi dagskrá alla fimmtudaga í mars. Frítt inn og léttar veitingar.
27.mars kl. 19:00
GRÆNLAND – frá fyrstu kynnum til nútímans
Sumarliði R Ísleifsson, sagnfræðingur og dósent hjá Háskóla Íslands ræðir um fyrstu kynni Íslendinga við Grænlendinga og stofnun byggðarinnar í Scoresbysundi, nú Ittoqqortoormiit. Byggðin var nátengd deilum um yfirráð á landinu. Sumarliði fjallar um tengslin á milli Íslands og Grænlands og rammar inn erindið með því að taka saman helstu atriði varðandi stöðu landsins, erlenda ásælni þangað og tengja þau við samtímann.