Grænland - frá fyrstu kynnum til nútímans
24.03.2025

Fimmtudaginn 27.mars kl. 19 - Sumarliði R. Ísleifsson með erindi um Grænland
GRÆNLAND
Sumarliði R Ísleifsson segir frá fyrstu kynnum Íslendinga af Grænlendingum, sögu Grænlands og ásælni erlendra afla.
Sumarliði R Ísleifsson, sagnfræðingur og dósent hjá Háskóla Íslands ræðir um fyrstu kynni Íslendinga við Grænlendinga og stofnun byggðarinnar í Scoresbysundi, nú Ittoqqortoormiit. Byggðin var nátengd deilum um yfirráð á landinu. Sumarliði fjallar um tengslin á milli Íslands og Grænlands og rammar inn erindið með því að taka saman helstu atriði varðandi stöðu landsins, erlenda ásælni þangað og tengja þau við samtímann.
Þessi viðburður er hluti af Löngum fimmtudögum í mars, en boðið verður uppá fjölbreytta og fræðandi dagskrá alla fimmtudaga í mars. Frítt inn og léttar veitingar.