Kvennabókmenntaganga í boði Norræna félagsins í Garðabæ
08.05.2025

Miðvikudaginn 14.maí kl. 19 og mæting í Reykjavík. Skráning nauðsynleg
Norræna félagið í Garðabæ og Bókasafn Garðbæjar bjóða öllum áhugasömum til kvennabókmenntagöngu þar sem margir góðri kvenrithöfundar koma við sögu.
Gangan fer fram miðvikudaginn 14.maí kl. 19-20.30 í miðbæ Reykjavíkur. Þáttaka er ókeypis og eru öll velkomin sem vilja taka þátt. Athugið skráning er nauðsynleg.
Hún Halla Þórlaug Óskarsdóttir leiðir gönguna, en Halla Þórlaug hefur starfað sem dagskrágerðarkona á Rás 1, sem umsjónarkona Víðsjár, Tengivagnsins og Bókar vikunnar. Einnig er Halla Þórlaug bæði textahöfundur og myndhöfundur og hefur fengist við margar ólíkar tegundir bókmennta, skrifað ljóð, sögur og leikverk.
Rithöfundarnir og verk þeirra:
Svava Jakobsdóttir, „Kona með spegil“, úr Veizla undir grjótvegg (1967),
Theodóra Thoroddsen, þula, Nína Tryggvadóttir, Fimm ljóð (1982),
Málfríður Einarsdóttir, Rásir dægranna (1986),
Torfhildur Hólm, Brynjólfur biskup Sveinsson (1882) og
Kristín Steinsdóttir, Vonarlandið 2014
Vinsamlegast sendið tölvupóst á Margréti Sigurgeirsdóttur, forstöðukonu Bókasafns Garðabæjar: margretsig@gardabaer.is til að skrá þig og jafnvel vin og færð þá upplýsingar um hvar á að mæta.
Norræna félagið í Garðabæ og Bókasafn Garðabæjar hafa átt í góðu samstarfi undanfarin ár. Nú er aðal verkefnið að kynna norrænar bókmenntir og hefur Norrænu leshringurinn með Jórunni Sigurðardóttur dagskrárkonu verið í boði undanfarin misseri. Norræni leshringurinn hittist þriðja fimmtudag í mánuði kl. 19 yfir vetrartímann. Norræni leshringurinn er farin í sumarfrí en hefst aftur 18.september. Öll áhugasöm eru hvött til þess að skrá sig í leshringinn. Boðið verður upp á skráningu í leshringinn þegar nær dregur september.