Opnunarhátíð sumarlesturs - myndabás og Blaðrarinn

Í ár kynnum við glæsilegan lestrardreka, sem hún Iðunn Arna myndhöfundur hannaði, til leiks sem verður allt umlykjandi sumarlesturinn og barnadeildina.
Boðið verður uppá stórskemmtilegan drekamyndabás allan daginn og Blaðrarinn mætir einnig til leiks og býr til blöðrudýr af ýmsum stærðum og gerðum frá kl. 12-14 og lestrardagbækur fyrir sumarlesturinn verða afhentar.
Hvað er Sumarlestur?
Sumarlestur er lestrarátak sem hvetur börn til að lesa í sumarfríi skólanna til að tapa ekki niður lestrargetu sinni. Börnin setja sér lestrarmarkmið, skrá lesturinn í lestrardagbókina og fá límmiða fyrir hverja lesna bók. Þau geta síðan fyllt út umsagnarmiða sem þau skila í lukkukassann og úr honum er dreginn lestrarhestur vikunnar hvern fimmtudag kl. 12 frá 12. júní til 14. ágúst, sem fær bók í verðlaun.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn að nýta sér bókasafnið í sumar og hjálpa börnum sínu að setja sér lestrarmarkmið.
Uppskeruhátíðin er svo 23. ágúst þar sem glaðningar, gotterí og allskonar gleði verður við völd. En allir virkir þátttakendur fá glaðning frá bókasafninu.
English
Library of Garðabær Summer reading program.
This year we are introducing our magnificent Reading Dragon, designed by illustrator Iðunn Arna who will be on all our summer reading material and displayed at the children‘s department.
What is Summer Reading?
Summer Reading is a reading initative that encourages children to read during the summer break so the do not lose their reading skills over the school summer break. The children set reading goals, record their reading in their reading diary and receice a sticker for each book they read. They can then fill out a comment form that they return to our magic box at the library, from which the Reading Dragon of the week will be drawn out every Thursday at 12pm from June 12 to August 14, and will receive a book as a prize.
We encourage parents and guardians to take advantage of the library this summer and help their children set their reading goals.