Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræni leshringurinn - skráning nauðsynleg

26.08.2025
Norræni leshringurinn - skráning nauðsynleg

Norræni leshringurinn er í samstarfi Bókasafns Garðabæjar og Norræna félagsins í Garðabæ. Útvarpskonan Jórunn Sigurðardóttir leiðir leshringinn og eru lesnar norrænar bókmenntir sem komið hafa út í íslenskri þýðingu. Jórunn hefur áratuga reynslu af umfjöllun um bókmenntir og má meðal annars nefna útvarpsþáttinn Orð um bækur sem hún stýrði á Rás 1.

Í haust verður lesin annars vegar spennusaga og hins vegar skáldsaga úr flokki fagurbókmennta hverju sinni.
Leshringurinn hittist mánaðarlega frá september til desember, þriðja fimmtudag í mánuði kl. 19.
Skráning fer fram hér https://forms.office.com/e/2ewj8cLaGh

Allir eru velkomnir og kostar ekkert.

Myndin af Jórunni var tekinn af Jessicu Sturmberg


Til baka
English
Hafðu samband