Álftanessafn - Fjölskyldujóga með Halldóru Mark á laugardegi
30.09.2025

Meginmarkmið tímans er að fullorðnir og börn eiga stund saman og kynnist einföldum og skemmtilegum jógaæfingum.
Nauðsynlegt er að koma með eigin jógamottur 🙂
Halldóra er tveggja barna móðir og lærður jógakennari fyrir börn og fullorðna. Hún hefur kennta jóga á ólíkum stofnunum og jógastúdíóum víða um land, ásamt því að skipuleggja fjölskyldujóga á fjölbreyttum menningartengdum viðburðum síðan 2015.
Helsti innblásturinn hennar Halldóru á rætur sínar í æsku hennar í sveitinni þar sem hún lifði í flæði við náttúru og dýr. Þar fyrir utan hefur hún lært leiklist og uppeldisfræði sem tvinna saman leikgleðina og fræðin. Hún brennur fyrir samveru foreldra og barna til að styrkja tengsl þeirra dags daglega.
Álftanessafn er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 14-18 og fyrsta laugardag í mánuði kl. 12-15. Alla fimmtudaga er létt föndur á borðum fyrir börnin.
English
Yoga for the whole family with Halldóra Mark.
Please bring your own yoga mats for the class 🙂