Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafn Garðabæjar leitast við að veita faglega þjónustu við allra hæfi. Safnið býr yfir góðum safnkosti og býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn og fullorðna, stofnanir og fyrirtæki. Starfsmenn bókasafnsins veita ráðgjöf við leit að gögnum, heimildum og upplýsingum.

Bókasafnið er staður til að hittast og mæla sér mót við aðra. Hægt er að njóta og dvelja á góðum íverustað. Starfsfólk aðstoðar gesti að leita að efni og nota það sem bókasafnið býður upp á. Stefnan er sú að allir lánþegar geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Ef þú vilt hafa áhrif á starfsemi safnsins og koma á framfæri athugsemdum og ábendingum sendu okkur þá tölvupóst á bokasafn@gardabaer.is hringdu í síma 591 4550 eða komdu í bókasafnið á Garðatorgi 7.

Gerðu safnið að þínu
Viltu stofna leshring eða handavinnuhóp? Ertu með hugmynd að fræðsluefni, fyrirlestri, föndri, námskeiði? Vantar þig stað til að læra, lesa, skrifa, prenta, skanna? Hafðu samband við Margréti Berndsen Sigurgeirsdóttur (forstöðumann) á staðnum eða með tölvupósti, margretsig@gardabaer.is.

 

English
Hafðu samband