Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsfólk bókasafnsins veitir aðstoð og ráðgjöf við leit að gögnum, heimildum og upplýsingum. Til að fá upplýsingar um safngögn og staðsetningu þeirra er leitað í  gegnir.is sem byggir á einni miðlægri bókaskrá. Lánþegar geta fengið aðstoð við leit í íslenskum og erlendum gagnagrunnum t.d. á leitir.is.   Þá má senda fyrirspurnir í tölvupósti á bokasafn@gardabaer.is  eða hringja í síma 591 4550. Upplýsingaleitin verður þó alltaf markvissari ef viðskiptavinurinn er á staðnum.
Upplýsingaþjónusta er viðskiptavinum að kostnaðarlausu,en greiða verður fyrir ljósrit og útprentun.

English
Hafðu samband