Leshringir Bókasafns Garðabæjar
Klassíski leshringurinn
Leshringur hefur verið starfandi við bókasafnið frá árinu 2000 og er nú orðinn fastur liður í starfsemi bókasafnsins. Leshringurinn hittist annan hvern þriðjudag kl. 10:30 yfir vetrartímann. Umsjónarmaður er Rósa Þóra Magnúsdóttir, bókmenntafræðingur.
Allir eru velkomnir í leshringinn.
Hinn klassíski leshringur Bókasafns Garðabæjar hittist annan hvern þriðjudag.
Meðlimir fá fræðsluefni í hendur sem hópurinn fer yfir saman og ræða síðan höfunda, verk þeirra, stefnur og strauma og þematengd efni á léttu nótunum.
Kaffi í boði, notalegheit, skemmtilegt spjall og fræðsla.
Lauflétti leshringurinn
Lauflétti leshringurinn er búinn að vera starfsandi síðan haustið 2018 hittist hann yfir vetrarmánuðina þriðja þriðjudag í mánuði klukkan 18:00. Lesefnið er allskonar og er ætíð ákveðið fyrirfram. Allir velkomnir. Hægt að skrá sig við komu eða með tölvupósti; bokasafn@gardabaer.is.
Dagskrá hverju sinni er undir viðburðir á heimasíðu bókasafnsins og facebook.