Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leshringir

Leshringur Bókasafns Garðabæjar

Leshringur hefur verið starfandi við bókasafnið frá árinu 2000 og er nú orðinn fastur liður í starfsemi bókasafnsins. Leshringurinn hittist annan hvern  þriðjudag kl. 10:30 yfir vetrartímann. Umsjónarmaður er Rósa Þóra Magnúsdóttir, bókmenntafræðingur.

Allir eru velkomnir í leshringinn. 

 

Lauflétti leshringurinn

Þann 16. október 2018 verður nýjum laufléttum leshring ýtt úr vör á Bókasafni Garðabæjar. Svo verður hist einu sinni í mánuði eftir það eða þriðja þriðjudag í mánuði klukkan 19. Við ætlum að byrja á því að minnast fullveldisafmælis Íslands með því að lesa bókina Mánasteinn eftir Sjón og fá til okkar góðan gest.
Áhugasamir geta sent tölvupóst á bokasafn@gardabaer.is
(hámarksfjöldi verður 15 manns)

Lesum saman

Leshringurinn Lesum saman hittist á Álftanessafni fyrsta miðvikudag í mánuði klukkan 20. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

English
Hafðu samband