Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókaeign safnsins í árslok 2013 var 73.639 eintök bóka og annara safngagna þar af eign Álftanessafns 12.823 eintök. 

Til safnsins eru keyptar flest allar bækur sem gefnar eru út á íslensku, fræðibækur og afþreyingar- og fagurbókmenntir. Stefnan er sú að allir lánþegar geti fundir eitthvað við sitt hæfi. Á safninu er töluvert til af myndefni. Lögð er áhersla á að kaupa fræðslumyndir bæði fyrir börn og fullorðna, vandaðar íslenskar og erlendar kvikmyndir og teiknimyndir fyrir börn.

 Á lesstofu má finna gott safn handbóka sem eru til afnota á safninu. Útlán á tónlistarefni hófust um áramótin 2002. 
 Á safninu er líka mjög gott safn innbundinna íslenskra tímarita sem eru aðgengileg á lesstofu. Auk þess kaupir safnið töluvert af tímaritum sem eru til útláns.
 

 

 

 

 

 

English
Hafðu samband