Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Búum til ljósmyndasýningu. Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?

28.11.2018
Búum til ljósmyndasýningu. Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?

Búum til ljósmyndasýningu. Hvernig lítur Garðabær út árið 2018?

Menningar- og safnanefnd og Bókasafn Garðabæjar leita til ykkar, íbúa Garðabæjar og annarra sem hugsa hlýtt til bæjarins okkar um að búa til lýsandi ljósmyndasýningu um hvernig Garðabær lítur út árið 2018. Myndefni er að eigin vali. Mynd á að vera úr Garðabænum, lýsa daglegu lífi Garðbæinga og hvernig er umhorfs í bænum okkar á árinu 2018, 100 árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki.
Við viljum fá ljósmyndir frá þér sem eru teknar á árinu 2018 ásamt lýsingu á stað og stund. Hver tók myndina? Hvað er á myndinni? Ef eitthvað er að gerast, hvað er í gangi? Hvaða árstíð? Klukkan hvað er myndin tekin? Hvar er myndin tekin? Hvers vegna er þessi mynd tekin, hver var innblástur ljósmyndara?
Ljósmyndin getur verið úr persónulegu lífi fólks, frá opinberum viðburðum á öllum sviðum, úr daglegu lífi í bænum og segir sögu um hvað er að gerast. Myndin getur þannig bæði lýst mannlífi eða byggingum, umhverfi og landslagi.
Þátttakendur eru í tveimur flokkum:
17 ára og yngri
18 ára og eldri
Ljósmyndir mega bæði vera í lit og svarthvítu. Æskileg stærð mynda 1MB til 4MB. Myndir þarf að senda inn rafrænt. Hver ljósmyndari/þátttakandi má senda frá einni upp í tíu myndir. Ljósmyndir þurfa að vera í fókus og skýrar.
Ljósmyndir ásamt ofangreindum upplýsingum sendist inn fyrir kl. 24:00 laugardaginn 1. desember 2018, á 100 ára afmæli fullveldisins á vef Bókasafns Garðabæjar, bokasafn.gardabaer.is. Skráningarform er neðar á þessari síðu:

skráningarsíða

Þar gefið þið einnig leyfi fyrir birtingu myndar á sýningu sem er á vegum Garðabæjar.
Úr innsendum ljósmyndum verða valdar myndir á ljósmyndasýninguna, Garðabær 2018 – 100 ára fullveldi Íslands sem verður opnuð á 50 ára afmæli Bókasafns Garðabæjar, þriðjudaginn 18. desember 2018.
Veittar verða viðurkenningar fyrir 5-10 útvaldar ljósmyndir. Við val viðurkenninga verður skoðað hvernig ljósmyndara tekst að ná á ljósmynd af umhverfi, landslagi, bæjarbrag og mannlífi í Garðabæ árið 2018.
Menningar- og safnanefnd og Bókasafn Garðabæjar
Til baka
English
Hafðu samband