Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aukin þjónusta

27.10.2009
Bókasafn Garðabæjar hefur undanfarin ár verið í samstarfi við bókasöfnin í Hafnarfirði, Kópavogi og á Álftanesi. Það felst í því að eigi viðskiptavinur gilt skírteini í einu safnanna getur hann nýtt sér þjónustu þeirra allra.
Ársgjald ákvarðast af gjaldskrá bókasafnsins í því sveitarfélagi þar sem viðskiptavinur á lögheimili. Útlánagjöld, sektir og önnur gjöld miðast við það bókasafn sem notað er hverju sinni
Til baka
English
Hafðu samband