Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar barna og ungmenna - myndskreyttar smásögur

26.03.2010
Listadagar barna og ungmenna - myndskreyttar smásögur

Tilgangur keppninnar er að auka áhuga fyrir skrifum og skáldskap meðal barna og ungmenna.Með sögunum skal fylgja 1 mynd. Nemendur mega vinna að verkefninu tveir og tveir saman (t.d. getur 1 nemandi búið til mynd og annar skrifað smásöguna).

Keppt verður í tveimur aldurshópum:
5-7. bekkur grunnskóla,
8-10. bekkur grunnskóla

Þema listadaga er LEIKANDI LIST og þátttakendum er í sjálfsvald sett hvort þeir taka mið af því. Hámarksorðafjöldi fyrir yngri hópinn er 450-500 orð og fyrir eldri aldurshópinn er hámarksorðafjöldi 700 orð. Smásögurnar mega að sjálfsögðu vera styttri. Hámarksstærð myndar er A4 blað.

Handrit þurfa að berast Bókasafni Garðabæjar í síðasta lagi 28. apríl nk. merkt dulnefni ásamt upplýsingum um höfunda í lokuðu umslagi. Einnig er hægt að skila handritum á skólasafn viðkomandi skóla. Vegleg bókaverðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldurshóp. Vinningssögurnar ásamt myndskreytingum verða gefnar út í hefti að loknum listadögum.

Til baka
English
Hafðu samband