Bókaverðlaun barnanna
Á hverju ári standa bókasöfn landsins fyrir vali barna á bestu barnabók ársins. Að þessu sinni tóku 280 börn í Garðabæ þátt í Bókaverðlaunum barnanna. Atkvæðagreiðslan fór fram í Bókasafni Garðabæjar og grunnskólum bæjarinsog kusu börnin sína uppáhaldsbók, íslenska og erlenda, frá árinu 2009. Niðurstöður úr kosningunni í Garðabæ liggja nú fyrir og svipar þeim mjög
til úrslitanna fyrir landið allt, en Borgarbókasafnið kynnti þau á Sumardaginn fyrsta og verðlaunaði þá höfund og þýðanda bókanna sem börnin kusu í fyrsta sæti .
Íslenskar bækur:
1. Núll núll níu eftir Þorgrím Þráinsson
75 atkvæði
2. Prinsessan á Bessastöðum eftir Gerði Kristnýju 57 atkvæði
3. Ég og þú eftir Jónínu Leósdóttur
48 atkvæði
Erlendar bækur:
1. Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan 89 atkvæði
2. Skúli skelfir og jólin, Skúli skelfir og hræðilegi snjókarlinn eftir Francescu Simon 85 atkvæði
3. Einhyrningurinn minn: Vetrarósk eftir Lindu Chapman 32 atkvæði
Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út og hljóta þau bók í verðlaun. Þau eru:
Birgir Guðlaugsson 8 ára,
Soffía Líf Þorsteinsdóttir 8 ára
Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, 10 ára.
Þau geta nálgast vinninginn sinn í afgreiðslu Bókasafns Garðabæjar. Bókasafnið þakkar öllum þeim börnum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna.