Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokahátíð sumarlesturs

20.08.2010
Lokahátíð sumarlesturs

Mjög góð þátttaka var í sumarlestri bókasafnsins. 167 börn skráðu sig í sumarlesturinn í vor og 66 skiluðu inn lestrardagbók. Það er svipaður fjöldi og í fyrra.  Ánægjulegt var að sjá að drengir tóku nú meiri þátt í sumarlestri en áður hefur verið og skipa þeir sér í efstu sæti í nokkrum aldursflokkum. Mesta þátttakan var í  aldurshópunum sjö, átta og níu ára og í þeim aldurshópum voru veitt aukaverðlaun Allir þátttakendur fengu afhent viðurkenningarskjöl. Mestu lestrarhestarnir í ár eru þær Lovísa Rut Tjörvadóttir 13 ára sem las 12.409 bls. og  Hugrún Gréta Arnardóttir 9 ára sem las 10.500 bls.

Aðrir efstir í hverjum árgangi voru:
 6 ára  Sonja Lind
 7 ára  Guðrún Ágústa
 7 ára  Hákon Orri     
 8 ára  Aron Goði            
 8 ára  Zakaría                    
 9 ára  Jóhanna María            
 9 ára  Magnús Gunnar 
10 ára Fjóla Ósk 
11 ára Ipun Lahiru  
12 ára Ragnheiður

Eftir verðlaunaafhendingu var dregið úr happdrættispotti, leikfélagið Draumar úr Garðabæ skemmti og að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur. 

 

Til baka
English
Hafðu samband