Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafnadagurinn á morgun 14.apríl

13.04.2011
Bókasafnadagurinn á morgun 14.apríl

Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið.
Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöðvar fræðslu og þekkingar, fyrir yndislestur og afþreyingu og eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og bara góður staður til að vera á.  Þau eru sannkölluð heilsulind hugans.

Á bókasafnadaginn 14. apríl munu bókasöfn landsins taka á móti viðskiptavinum sínum eins og vanalega og mörg þeirra verða með dagskrá eða tilbreytingu í starfsemi sinni í tilefni dagsins.

Dagurinn verður haldinn hátíðlegur í Bókasafn Garðabæjar  með ýmsu móti:
Kynntur verður listi yfir  100 bestu íslensku bækurnar að mati þeirra sem á bókasöfnunum starfa. Gestum verður boðið upp á að taka þátt í vali á uppáhaldsbók.
Farið verður í léttan leik sem felst í því að þekkja textabrot  úr þekktum íslenskum bókum.
Öll svör fara í happdrættispott  sem dregið verður úr og einn heppinn þátttakandi fær bók í verðlaun.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband