Lokahátíð sumarlesturs fór fram 18. ágúst.
19.08.2011
Góð þátttaka var í sumarlestri bóksafnsins.191 barn skráði sig í vor og 72 skiluðu inn lestrardagbók. Samtals lásu börnin 97 082 blaðsíður, sem er mjög góður árangur. Jóhanna María Bjarnadóttir, fædd 2001 varð lestrarhestur ársins en hún las 12 884 bls. Hugrún Gréta Arnarsdóttir, fædd 2001, varð í öðru sæti með 7 049 bls. og Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, fædd 2002 í þriðja sæti með 5 538 bls.
Í öðrum aldursflokkum urðu efst Anney Fjóla Þorsteinsdóttir f.2005, Alda Rut Þorsteinsdóttir, f.2004, Yngvi Snær Bjarnason, f.2004, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir,
f. 2003, Hákon Orri Gíslason, f.2003, Ágústa Líndal, f.2002, Bertha Lena Sverrisdóttir, f. 2000, Svanhildur Silja Þorsteinsdóttir, f.1999 og Ragnheiður Tryggvadóttir f. 1998. Lokahátíð var haldin á bókasafninu fimmtudaginn 18.ágúst sl. þar sem veitt voru verðlaun og viðurkenningar, dregið úr happdrættispotti og grllaðar pylsur.