Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leshringur hefst 20. september

06.09.2011
Leshringur hefst 20. september

Leshringur bókasafnsins hefst 20.september kl. 10:30. Viðfangsefni haustannar er Guðríður Þorbjarnardóttir, ein víðförlasta kona miðalda og kvenskörungur mikill,  norræn byggð á Grænlandi og landnámskonan Auður djúpúðga.  Lesnar verða bækurnar Eiríks saga rauða, Grænlendinga saga, Veröld víð eftir Jónas Kristjánsson,  Vínlandsgátan eftir Pál Bergþórsson,  Hrafninn og Auður eftir Vilborgu Davíðsdóttur,  Brúðkaupið í Hvalsey eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og margvíslegar fræðigreinar.  Allir eru velkomnir í leshringinn.  

Til baka
English
Hafðu samband