Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýja lesstofan vel nýtt

07.12.2011
Lesstofa bókasafnsins er opin á sama tíma og safnið, virka daga kl.9-19 (nema þriðjudaga kl.14-19) og kl.11-15 á laugardögum.  Undanfarnar vikur hefur aðsókn á lessofuna aukist mikið og þar sitja að meðaltali 8-10 manns á dag við lestur. Þá hafa hátt í  350  börn undanfarið komið í skipulagðar sögu- og fræðslustundir á bókasafnið og vert er að geta þess að leikskólum og skólum standa til boða jólasögustundir  í desember.  Fjölbreytt úrval af jólasögum , jólamyndum og föndurbókum er  til á safninu og að sjálfsögðu streyma nú inn nýju bækurnar sem fara að vísu jafnharðan í útlán en safngestir geta tryggt sér eintak með því að leggja inn pöntun.

 

Til baka
English
Hafðu samband