Mögnuð dagskrá á safnanótt
Fjöldi gesta lagið leið sína í bókasafnið á safnanótt þann 10. feb. síðastliðinn. Dagskráin tók mið af þema hátíðarinnar „Magnað myrkur“ og tókst vel í alla staði. Meðal þess sem boðið var upp á var magnaður tónlistarflutningur tveggja ungra tónlistarkvenna þeirra Önnu Maríu Björnsdóttur og Þórdísar Gerðar Jónsdóttur,en þær fluttu frumsamda tónlist Önnu Maríu.
Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur flutti áhugavert erindi um Drauga, galdramenn og dulúðuga staði í Garðabæ. Að loknu erindi Guðlaugs fóru margir gestir með rútu út á Garðaholt í burstabæinn Krók þar sem mættir voru nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ til að leiklesa þjóðsöguna um Djáknann á Myrká í hlöðunni á Króki þar sem myrkrið og vindgnauðið gerði upplesturinn sérlega draugalegan og eftirminnilegan.