Ljósaganga á degi leikskóla miðvikudaginn 6. febrúar
31.01.2013
6. febrúar er tileinkaður leikskólum landsins, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er fimmta árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan. Af því tilefni er foreldrum boðið að vera með í árlegri ljósagöngu Hæðarbóls.
Lagt verður af stað klukkan 8.30.
Gengið er fylktu liði frá skólanum niður í Bæjargil og svo áfram upp Hæðarbraut að garðaskálanum í lóðinni okkar.
Þar er boðið upp á heitt súkkulaði og heimabakaðar kleinur.
Starfsmenn bera kyndla og börnum er velkomið að taka með sér vasaljós að heiman, sem sagt sannkölluð ljósaganga.