Lokahátíð sumarlesturs
22.08.2014
Mjög góð þátttaka var í Sumarlestri Bókasafns Garðabæjar líkt og undanfarin ár en alls voru þátttakendur 189. Sumarlesturinn er ætlaður börnum á grunnskólaaldri og hvetur til lesturs í sumarfríi skólanna svo börnin nái að viðhalda lestrarkunnáttu sinni. 66 börn skiluðu inn lestrardagbókinni sinni og samtals lásu þau 94.735 sem er mjög flottur árangur og greinilegt að börnin í Garðabæ eru ekkert að slá slöku við í lestrinum. Fjölmenn lokahátíð Sumarlestursins fór fram 21.ágúst og voru þá veittar viðurkenningar og verðlaun, dregið úr lukkupotti, Ævar vísindamaður lék listir sínar og boðið var til grillveislu. Bókasafnið þakkar öllum þeim börnum sem tóku þátt kærlega fyrir lestrardugnaðinn og minnir þau sem komust ekki á lokahátíðina á að þau geta nálgast viðurkenningaskjöl, lestrardagbækur og verðlaun í afgreiðslu safnsins.Lestrarhestar ársins:
Hugrún Greta Arnarsdóttir, 2001 - 10.720 bls
Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir, 2002 - 8.275 bls
Vinningshafar - flestar blaðsíður lesnar eftir aldurshópum:
2008, 6 ára: Snædís Birna Guðjónsdóttir 354 bls
2007, 7 ára: Katrín Silja Aðalsteinsdóttir 2227 bls
2006, 8 ára: Þorbjörg Helga Sveinbjörnsdóttir 2061 bls
2005, 9 ára: Anney Fjóla Þorgeirsdóttir 5416 bls
2004, 10 ára: Elisabeth Eiríka Ellingsen Óttars 2835 bls
2003, 11 ára: Klara Ósk Sigurðardóttir 4303 bls
2002, 12 ára: Rakel María Ellingsen Óttarsd 5357 bls
Hvatningarverðlaun fyrir mjög góðan árangur:
Salka Ýr Ómarsdóttir, Þórey María Kolbeins, Birta Dís Gunnarsdóttir, Eyvör Ómarsdóttir, Eva Margrét Magnúsdóttir, Hjördís Emma Arnarsdóttir, Austin Ching Yu NG, Sigfús Ísarr Þórðarson, Margrét Eir Gunnlaugsdóttir, Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir, Tara Sól Guðmundsdóttir, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir, Dóra Sjöfn Halldórsdóttir, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir.