Bókaverðlaun barnanna 2014 - úrslit í Garðabænum
17.10.2014
Nú eru úrslit ljós í Bókaverðlaunum barnanna 2014. Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur umsjón með verkefninu en þá gefa börnin þeim bókum sem þeim finnst skemmtilegastar atkvæði sitt og fer kosning fram í almenningsbókasöfnum og skólasöfnum um land allt.
Góð þátttaka var hjá börnunum í Garðabæ og voru 5 vinsælustu bækurnar þessar: Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason, Amma glæpon eftir David Walliams, Dagbók Kidda klaufa 5 eftir Jeff Kinney, Skúli skelfir eftir Francesca Simon og Rökkurhæðir eftir Birgittu Elínu Hassell.
Þrír heppnir þátttakendur hafa verið dregnir út, þau Jón Kári 7 ára, Askur Hrafn 11 ára og Rakel María 12 ára og fá þau bók að gjöf með þakklæti fyrir þátttökuna.