Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær þátttaka í listasmiðjunni

14.11.2014
Frábær þátttaka í listasmiðjunniFrábær þátttaka var í listasmiðjunnu Róbótar og Tröll sem haldin var í Bókasafni Garðabæjar síðastliðinn laugardag og má segja að færri hafi komist að en vildu. Bæði börn og foreldrar skemmtu sér við að skapa róbóta eða furðuveru. Allt efni var endurunnið og áttu börnin ekki í neinum vanda með að koma auga á bæði fegurð og nýtt notagildi í t.d. gömlum kaffipakka eða gostappa. Frábært að fylgjast með hvað krakkarnir áttu ekki í neinum vandræðum með að skapa hvert listaverkið á fætur öðru og foreldrar tóku virkan þátt og höfðu gaman að.
Þátttakendur fóru því sáttir og glaðir frá okkur að listasmiðju lokinni og voru sammála um að þetta væri frábær leið til að eyða laugardegi saman með börnum sínum.

Við stefnum svo á jólaföndur fljótlega, munið að fylgjast með okkur hér á heimasíðunni eða á facebook.
Til baka
English
Hafðu samband